Þú ert hér Skip Navigation Links : Fyrirtækið : Sagan

Myndasafn   Volcano in Iceland
  Ýmsar Myndir
Sagan

Hópferðir Sævars ehf. er hópferðafyrirtæki sem var stofnað í Júní 2005. Sævar Baldursson stofnandi þess hafði þá verið sjálfur í rekstri hópferðabifreiða frá árinu 2000. Frá stofnun fyrirtækisins hefur þróun á starfsumfangi verið hröð og skemmtileg.

Þegar Hópferðir Sævars var stofnað störfuðu tveir starfsmenn við fyrirtækið í dag starfa níu starfsmenn í mismunandi starfshlutföllum.

Þegar fyrirtækið var stofnað var aðallífæð þess að halda utan um akstur starfsfólks til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. En margt hefur á daga Fyrirtækisins drifið síðan þá.

Strax í ársbyrjun 2006 gerðu Hópferðir Sævars og Sandgerðisbær verksamning um samgöngur milli Sandgerðisbæjar og Reykjanesbæjar. Uppbygging Reykjanesbæjar á Innri Njarðvíkursvæðinu stóð hvað hæðst árið 2006, þá gerði fyrirtækið og Reykjanesbær verksamning sín á milli um nemandaakstur fyrir Akurskóla sem var að rísa í Innri Njarðvík.Auk þessara verkefna hélt fyrirtækið utan um aksturmál fyrir hóp einstaklinga með fötlun búsetta í Sandgerðisbæ og Reykjanesbæ. Í maí árið 2007 bættist nýr verksamningur í hópinn, í formi áhafnaaksturs fyrir Iceland Express.

Um vorið 2007 ákveða eigendur Hópferða Sævars að stofna dótturfyrirtæki sem er ætlað að mæta akstursþörfum einstaklinga með fötlun sem búa á Reykjanessvæðinu. Í júli 2007 er Ferðaþjónusta Reykjaness stofnuð. Lesa nánar um starfsemi ferðaþjónustu Reykjaness undir flipanum Ferðaþjónusta Reykjaness.

Nýjasti verksamningurinn sem Hópferðir Sævars sinnir er samstarfs- og styrktarsamningur við Knattspyrnudeild Keflavíkur.

© 2006 Allur réttur áskilinn - rcc.is - simi 421 4444 - rcc@rcc.is