Þú ert hér Skip Navigation Links : Fréttir

Myndasafn   Volcano in Iceland
  Ýmsar Myndir
 
Leið 4 Breyting 22 Ágúst 2011

Ný áætlun Strætó Sandgerði,- Garður, - Reykjanesbær tekur gildi 22. ágúst.
Mánudaginn 22. ágúst tekur gildi ný áætlun Strætó Sandgerði,- Garður,- Reykjanesbær. Almenn ánægja er með áætlunina sem gerir ráð fyrir 10 ferðum á dag virka daga og 4 ferðum á dag, laugardaga og sunnudaga eða alls 58 ferðir á viku. Frítt er í allar ferðir Strætó og við hvetjum íbúa sveitarfélagana að nýta sér þessa góðu þjónustu og „Hættum að skutla og notum STRÆTÓ“ er kjörorð okkar.
Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á áætluninni og því nauðsynlegt fyrir íbúa að kynna sér nýja tímatöflu sem dreift var í öll hús í Garði og Sandgerði sl. föstudag. Þær breytingar sem gerðar eru eiga að bæta þjónustuna og við köllum eftir ábendingum til að svara enn frekar þörfum íbúa. Ábendingar má senda á póstfangið asmundur@svgardur.is Við viljum þó benda á að strætó er almenningsvagnakerfi og getur því ekki virkað eins og taxi fyrir íbúa sveitarfélaganna.
Sönnun þess hve vel hefur tekist með áætlun strætó er sá mikli fjöldi sem nýtir sér þjónustu vagnanna. Frá áramótum til 1. ágúst sl. höfðu rúmlega 15.000 farþegar nýtt sér þjónustuna og er það nánast tíföldum á tveimur árum.
Meðal helstu nýmæla eru ferðir vagnanna þrisvar á dag í Krossmóa og skólaferð í Njarðvíkurskóla á morgnanna. Samstarf Garðs og Sandgerðir við SBK og Hópferðir Sævars hafa gengið með miklum ágætum og sína okkur hvað mikilvægt er að standa vörð um þessa þjónustu og að heimamenn sjái um hana fyrir okkur. Þá er vert að þakka Reykjanesbæ fyrir lipurð og velvilja við að leifa okkur að nýta okkur biðstöðvar þeirra í Reykjanesbæ og eru á áætlunarleið okkar vagna.
Við þetta má bæta að ný áætlun strætó Vogar Reykjanesbær tekur einnig gildi mánudaginn 22. ágúst og er enn einn liðurinn í því að gera samgöngur innan svæðis á Reykjanesi betri og öflugri til góða fyrir alla íbúa.

Skráð 16.3.2012 16:24:25
<< Til baka í fréttir

© 2006 Allur réttur áskilinn - rcc.is - simi 421 4444 - rcc@rcc.is